Eiginleikarík og notendvæn lausn sem breytir hugsun þinni um bókhaldskerfi og gagnsemi þeirra

 

Accounting2benefit er öflugt bóhlakdskerfi hannað fyrir notkun í tölvuskýi (cloud), laust við ýmis tæknileg vandkvæði sem fylgja bókhaldskerfum sem eru upphaflega hönnuð fyrir innra net.

 

Reynslan sýnir að notendur Accounting2benefit bókhaldskerfanna ná tökum á kerfinu á innan við 2 dögum. Einstaklega notendavænt viðmót gerir hverjum sem er auðvelt að vafra um í kerfinu, vinna sölureikninga eða bóka innkaup, jafnvel þó þeir hafi enga eða mjög takmarkaða þekkingu og reynslu af bókhaldi. 

 


 

Og það sem meira er, að ódýrasta bókhaldskerfið með fjárhagskerfi, sölukerfi, viðskiptamannakerfi, lánadrottnakerfi og fleiru kostar einungis

 

kr. 34.800 + VSK.

 

Þó að þú þurfir einungis reikningakerfi til að gera sölureikninga gæti þetta verið hagstæðasti lausnin sem þér stendur til boða.

 

Accounting2benefit bókhaldskerfið er byggt á nýjustu tækni frá Microsoft sem tryggir einstaklega mikið gagnaöryggi og býr yfir eiginleikum sem venjulega eru einungis til staðar í margfalt dýrari kerfum.

 

Í Accounting2benefit hefur þú aðgang að gögnunum í gegnum dínamíska fjartengingu, getur nýtt forritin sem þú ert með í tölvunni þinni á einfaldan hátt og átt ekki í basli með að nýta prentarana þína. Örugg tenging tryggir að gögnin tapast ekki, jafnvel þó tengingin rofni eða rafmagnið fari.

 

Við bjóðum uppá hýsingu og öryggisafritun, en þú getur einnig sett bókhaldskerfið upp á þinni eigin tölvu eða innra neti. Við veitum aðstoð við uppsetningu, námskeið, leiðsögn og ráðgjöf um notkun bókhaldskerfisins.

 

Síðan viljum við endilega benda á þann möguleika að þú gerir sjálf(ur) sölureikningana, en látir bókara sjá um allt annað, allt í rauntíma í sama gagnagrunninum.

 

Smelltu hér til að hlaða niður sýniseintaki af Accounting2benfit Individual bókhaldskerfinu án nokkura skuldbindinga.

 

og hér til að hlaða niður sýniseintaki af Accounting2benefit Enterprise bókhaldskerfinu.

 

Notendum stendur síðan til boða uppfærslu- og þjónustusamningur sem tryggir þeim aðgang að stöðgum nýjunugum og tryggir að þeir verði ekki undan í samkeppninni út af því að bókhaldskerfið uppfyllir ekki nýjustu kröfur um eiginleika.

 

Hafðu endilega samband við okkur ef þú þarft aðstoð við koma sýnisforritinu í gagnið.