Eins og í öðrum málum hefur töluverð þróun verið í áherslum í stjórnun, en það skilar miklum ávinningi að vera í fararbroddi

Aherslur 

Á undanförnum árum hafa áherslur skipulagsheilda tekið töluverðum breytingum. Um miðja síðustu öld lögðu fyrirtæki töluverða áherslu á verð, síðar kom gæðabyltingin, þá komu kröfur um fjölbreytileika og afhendingartíma, síðan voru gerðar kröfur um sérstöðu og nú nýverið eru miklar kröfur gerðar um snögg viðbrögð og að fyrirtæki séu fljót að þróa og koma fram með vörur og þjónustu sem eru í takt við tímann. Til að mæta þessum kröfum þurfa fyrirtæki að innleiða viðeigandi stjórnunar- og vinnuaðferðir.

 

 

Stjórnendur fyrirtækja hafa lagt áherslu á að efla nýsköpun og endurbætt vinnuferla. Megin áherslan hefur verið lögð á rannsóknir og þróun, gerð prufueintaka og framleiðsluferla. Minna hefur farið fyrir því að efla hinn svokallaða framenda nýsköpunar, sem er upphafið og allt sem á eftir kemur byggir á.

 

Í þessari ítarlegu kynningu (21 mín.) færð þú heildaryfirlit yfir hugmyndastjórnun og þann ávinning sem fæst af því að nýta hugmyndastjórnunarkerfi.