Bókhaldsstofur gegna mikilvægu hlutverki fyrir rekstraraðila. Það er mikilvægt að skipuleggja verkaskiptingna þannig að hún skili sem mestum ávinningi

bokari 

Það er mikilvægt að nýta sérþekkingu bókara til að fá verðmæta ráðgjöf varðandi reksturinn fremur en að láta þá framkvæma vinnu sem þú getur unnið sjálf/-ur á auðveldan hátt. Engu að síður er mikilvægt að huga að verkefnaskiptingunni og hvernig vinnan sem þú framkvæmir er nýtt áfram í bókhaldinu.

 

Það skilar mikilum ávinningi að reikningarnir sjálfir séu útbúnir hjá sjálfum rekstraraðilanum. Þannig fær hann betri tilfinningu fyrir rekstrinum og reikningarnir útbúnir og sendir milliliðalaust í innheimtu.

 

Það þarf síðan að taka afstöðu til þess hver vinnur eftirtalda þætti bókhaldsins:

  • Bóka innkaupin
  • Bóka Greiðslur og innborganir
  • Launaútreikningar
  • Skilagreinar og launamiðar
  • Afstemmingar

Það liggur hins vegar fyrir að bókarinn þarf að ganga frá:

  • Uppgjöri til skatts

Við teljum að bókarar ættu að vera opnir fyrir breytingum og tilbúnir að aðlaga sig að þörfum viðskiptavina. Til að auðvelda það bjóðum við þeim séstaka bókaralausn sem auðveldar vinnslu úr bókhaldinu. Við bjóðum þeim ennfremur sérstakt uppgjörsforrit sem auðveldar vinnu ársreikninga svo um munar. Hafðu samband við okkur til að fá upplýsingar um bókhaldsstofur sem getað unnið bókhaldið fyrir þig áfram í Sage Pastel og skilað þér viðbótarþjónustu, svo sem mælaborði stjórnandans.