Það getur verið mikill kostur að vinna bókhaldið eins langt og þú treystir þér til og hafir kunnáttu til að vinna verkið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur

Einkanámskeiğ í bókhaldi fyrir accounting2benefit 

Við bjóðum uppá aðstoð og kennslu í vinnslu bókhalds í kerfinu þar sem unnið er með raungögn (fylgiskjöl) í fyrirtækinu. Þetta gerum við venjulega í nokkrum áföngum og notandi vinnur með heimaverkefni þar sem færir bókhaldið í fyrirtækinu sem við förum síðan yfir í næsta skipti til að fínstilla vinnuaðferðir. Námskeiðið tekur mið af bókhaldsþekkingu viðkomandi þátttakenda, og hentar því jafnvel fyrir þá sem hafa enga eða nánast enga bókhaldsþekkingu fyrir. Við leggjum jafnframt áherslu á að finna út og skilgreina hvaða þætti skynsamlegt er að vinna innan fyrirtækisins og hvað bókarinn tekur að sér.

 • Vinnum með gögn fyrir þinn rekstur
 • Grunnatriði í vinnslu bókhalds (eða það sem þú þarft)
 • Vinnsla í accounting2benefit kerfunum
 • Fylgjum eftir vinnslu bókhaldsins
 • Vinnum verkefnið í viðráðanlegum áföngum

Markmið:

 • Að þú hafir þekkingu til að vinna bókhaldið eins og þú treystir þér til
 • Að þú kunnir að stofna nýja bókhaldslykla
 • Að þú getur skilað inn VSK skýrslu og öðrum skilagreinum
 • Að þú hafir þekkingu á vinnslu bókhalds
 • Að þú þekkir til skattalaga og getir unnið bókhaldið í samræmi við það
 • Að þú getir unnið með bókhaldsstofu og auðveldað þeim uppgjörið