Í einkanámskeiði þarft þú ekki að sitja og hlusta á það sem  þú kannt fyrir eða ekki á við í þinni starfsemi, heldur nýtist allur tíminn fyrir þig

Handleiğsla og leiğsögn sem skilar árangri 

Þrátt fyrir að lausnirnar sem við bjóðum séu með einstaklega notendavænu viðmóti er mikilvægt að rétt sé unnið með kerfið strax í upphafi. Í þessu skyni bjóðum við handleiðslu/einkanámskeið þar sem farið er yfir allt vinnuferlið (uppruna skjala, röðun í möppur, verkaskiptingu milli notanda og bókhaldsstofu), skráningu gagna, útprentanir og greiningu niðurstaðna.

 

Innleiðing:

 • Skipulagning vinnuferla
 • Stillingar og leiðsögn um virkni þeirra
 • Skilgreining mælikvarða og greining niðurstaðna
 • Eftirfylgni
 • Samantekt/handbók sem tekur mið af þörfum notenda


Handleiðsla ...
... er breytileg eftir einstaklingum og fyrirtæjum og fer eftir því hvaða útgáfu kerfisins viðkomandi er með. Handleiðslan tekur mið af starfssviði notenda og gæti t.d. greinst i eftirfarandi þætti:

 • Sölukerfið og vörustjórnun
 • Innkaupa- og birgðakerfi (vörur og/eða þjónusta)
 • Tímaskráning
 • Launaútreikningar
 • Fjárhagskerfið, bókanir, afstemmingar og uppgjör
 • Útgáfa greiðsluseðla og bókun innborgana úr banka
 • Greining niðurstaðna

... eða hreinlega heildaryfirferð, sem er oft heppilegasta lausnin í smærri fyrirtækjum.