Þegar nýtt fyrirtæki er stofnað er mikilvægt að geta gert snyrtilega sölureikninga, skilað VSK skýrslu á réttum tíma og sparað pening í aðkeypta þjónustu

Nřstofnu­ fyrirtŠki 

Accounting2benefit Individual er ódýrt bókhaldskerfi sérstaklega þróað til að uppfylla þarfir nýstofnaðra fyrirtækja. Þú þarft ekki lengur að kvíða því að útbúa reikninga eða halda utanum innheimtu og útistandandi skuldir og þú getur sparað góðan pening með því að bóka útgjöldin og útbúa virðisaukaskattskýrslu sjálf/-ur ef þú treystir þér til þess.

Accounting2benefit Individual er með myndrænu viðmóti sem allir geta skilið á auðveldan hátt.

Kerfið býður uppá greiningarmöguleika á við mun stærri kerfi. Þannig þjónar þú ekki einungis skattinum, heldur færð jafnframt upplýsingar sem stuðla að betri ákvarðanatöku og árangri.

  • Gerð sölureikninga, stofna viðskiptamenn og vörur
  • Fylgjast með greiðslum frá viðskiptavinum og kreditreikningum
  • Prentun reikningsyfirlita
  • Skýrslur og greining á útstandandi kröfum viðskiptavina
  • Greina sölu, hvað selst mest og skilar mestu
  • Bóka innkaup
  • Bóka greiðslur og innborganir
  • Senda reikninga og yfirlit í tölvupósti
  • Skil á virðisaukaskatti
  • Rekstrarreikningur, greining niðurstaðna o.fl.

... og þú þarft ekki að hafa sérþekkingu í bókhaldi

 

Accounting2benfit Individual er fyrir 1 notanda og tvö fyrirtæki, en þú getur uppfært hvenær sem þú vilt í stærri lausn og tapar engum gögnum.

 

Rétt er að taka fram að Accounting2benefit bókhaldskerfið er einungis fáanlegt með ensku viðmóti, en mögulegt er að setja upp allar skýrslur á íslensku.