Það er ekki nægjanlegt að safna hugmyndum. Það þarf að móta þær og vinna alla leið til árungrsríkrar innleiðingar
Frá uppsprettu hugmynda til innleiðingar
Þegar fyrirtækjum tekst að fá starfsmenn eða utanaðkomandi aðila til að senda inn hugmyndir er hætt við að þeim rigni inn og erfitt að vinna úr hugmyndunum. Til þess að vel takist er nauðsynlegt að hugmyndir fari í gegnum markvisst ferli og að auðvelt sé að vinna úr þeim.
Helstu skrefin eru:
- Öflun hugmynda
- Umfjöllun um hugmyndir (mótun)
- Kosning um hugmyndir
- Mat á hugmyndum
Á hverju skrefi geta komið upp vandamál sem vinna þarf úr.
Verkþáttur | Vandamál | Lausn |
Öflun hugmynda | Fá aðila til að senda inn hugmyndir | Skapa auðvelda leið og hvatningu |
Umfjöllun | Tími, fyrirhöfn og hvatning | Auðveld leið, umbun og gengsæi |
Kosning | Sýnileiki, aðgengi, hvatning | Aðgengilegt viðmót, skapa sýnileika, hvatningu |
Mat | Flækjustig og skrifræði | Auðvelda aðgengi og skipulegt ferli |
Þetta allt getur þú leyst á þægilegan og árangursríkan hátt í Ideas2benefit hugmyndastjórnunarkerfinu.