Það er ekki nægjanlegt að útbúa langan lista af hugmyndum uppá gamla mátann

Greindu bestu hugmyndirnar á markvissan hátt 

Flest fyrirtæki nýta starfsmenn og viðskiptamenn til að afla hugmynda að nýjum vörum og þjónsutu eða hugmyndum að hagræðingu í rekstri.

 

Persónuleg samskipti og gömlu aðferðirnar eru ýmsum takmörkunum háðar.

  • Engin trygging er fyrir því að sá sem tekur við upphaflegu hugmyndinni miðli henni og hún fái eðlilega umfjöllun
  • Ekki er víst að sá sem sendi hugmyndina fái endurgjöf og hafi nægjanlegar upplýsingar um afdrif hennar - dregur úr hvatningu til að senda inn fleiri hugmyndir
  • Samskipti eru ekki skráð og hætt við að þau gleymist
  • Erfitt að nýta upplýsingar í tengslum við önnur verkefni

Hugmyndastjórnun gerir þér kleift að ná meiri árangri í hinum svokallaða framenda nýsköpunar.

 

Tæknin hefur opnað nýja og áhugaverða leið til bæta árangur í hugmyndastjórnun, svo sem með því að opna gátt fyrir fleiri og stærri hópa (t.d. starfsmenn - viðskiptamenn- samstarfsaðilar - almenningur).

 

Ideas2benefit er hátæknilausn sem gerir þér kleift að ryðja úr vegi öllum hindrununum og vinna á opinn, en skipulegan hátt

  • Náðu til sem flestra - Hvort sem þú ert með 50 eða 100,000 starfsmenn, staðsetta á sama stað eða vítt og breitt um heiminn, getur þú náð til þeirra á auðveldan hátt - og náð árangri.
  • Samskipti og hvatning - Þú þarft réttu tækin til að gera þátttakendum kleift að miðla hugmyndum, gefa endurgjöf, og veita þeim hvata til að vera virkir.
  • Stjórnaðu ferlinu - Því stærri sem hópurinn er, þeim mun erfiðara er að stjórna því án þess að hafa aðgang að réttum lausnum. Ideas2benefit gerir þér kleift að innleiða þína ferla og vinna á árangursríkan hátt úr hundruðum eða þúsundum góðra hugmynda.
  • Mat og endurgjöf - Lausnin okkar gerir notendum þínum (starfsmenn/viðskiptamenn) kleift að gefa einkunn fyrir hugmyndir á fjölbreyttan hátt, og veita þér möguleika á ítarlegum leiðum til að meta og fara yfir þær - þar til þú stendur upp með einungis bestu hugmyndirnar.

Það er ekki nægjanlegt að útbúa langan lista af hugmyndum - það gæti jafnvel skapað vandræði. Nýttu frekar tæknina til að uppgötva bestu hugmyndirnar - og velja á faglegan hátt þær sem eru líklegastar til að skila mestum árangri - áður en það er of seint.

 

Smelltu hér til að kynna þér málið nánar.