Góð nýting upplýsingakerfa skilar miklum ávinningi í formi söluaukningar, stjórnunar og nýtingu auðlinda fyrirtækisins

Nřting upplřsinga sem skilar ßvinningi 

Upplýsingakerfi er hægt að nýta til margra hluta í rekstri fyrirtækja. Það er ekki nægjanlegt að kaupa upplýsingakerfi án þess að fara yfir tilganginn með nýtingu þeirra. Mikilvægt er að skilgreina þörfina, setja markmið um nýtingu og þann ávinning sem stefnt er að. Þess vegna veitum við ráðgjöf við þarfagreiningu og leggjum drög að innleiðingu strax í upphafi.


Upplýsingakerfi geta annars vegar sparað kostnað og hins vegar aukið tekjur.


Við leggjum áherslu á lausnir sem uppfylla ólíkar þarfir og hægt er að innleiða fyrirhafnarlítið á sem skemmstum tíma.

 

Viðfangsefni Dæmi um lausnir
Stjórnun hugmynda ideas2benefit
Bókhald Accounting2benefit
Launauppgjör Álaun
Vefsíðan web2benefit

 

Við bjóðum aðstoð við uppsetningu, stillingar, aðlögun forma og eyðublaða, breytingastjórnun (samstilling, vinnuaðferðir o.fl) ásamt leiðsögn og kennslu til að lausnin sitji ekki uppi í hillu engum til gagns, heldur skili raunverulegum ávinningi.


Bókhald
Auk þess að auðvelda uppgjör, skil á virðisaukaskatti og fleira er mikilvægt að stjrórnendur geti kallað fram yfirlit með auðveldum hætti og fengið innsýn í reksturinn. Sage Pastel Partner og Xpress eru öflug kerfi sem bjóða uppá nýja leið í bókhaldi sem gera jafnvel þeim sem ekki hafa kunnáttu að vinna töluverðan hluta bókhaldsins á auðveldan hátt.

 

Launauppgjör

Mikilvægt er að eiga auðvelt með að reikna út laun, ganga frá skilgreinum og launamiðum með lágmarks fyrirhöfn. Álaun er einstaklega notendavænt launakerfi sem uppfyllir þarfir flestra fyrirtækja.

 

Vefsíðan
Það er gríðarlega mikivægt að fyfirtækið sé vel kynnt útá við og finnist í leitarvélum á internetinu. Það er auðvelt að opna nýja dreifileið með vefverslun og að gera fyrirtækið sýnilegra með góðu vefumsjónarkerfi. Við bjóðum web2benefit vefumsjónarkerfi og vefverslun sem ekki krefst sérfræðiþekkingar.