Í Accounting2benefit hefur þú aðgang að gríðarlega öflugum aðgerðum og nýtur ávinnings í skjótri vinnslu og sveigjanleika

Öflugar ađgerđir - eins og í  

Í Accounting2benefit bókhaldskerfunum hefur þú aðgang að aðgerðum sem bjóða uppá ótrúlega mikinn sveigjanleika og tímasparnað, jafnvel meira en sum "stóru" kerfin bjóða uppá. Þú öðlast því frelsi til að gera það sem þú vilt og ert ekki háð(ur) öðrum.

Viðbótarsala

Þú getur sett upp viðbótarsölu fyrir öll vörunúmer. Þannig birtist sjálfkrafa á skjá notanda hvaða viðbótarvörur hann gæti boðið viðskiptavininum.

Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfan reksturinn að bjóða fram viðbótarvörur og þjónustu, heldur getur það skapað ánægðari viðskiptavini þar sem þeir fá betri not af vörunni. Þannig getur þú aukið tekjur á einfaldan hátt, bæði til lengri og skemmri tíma.

Öflug áætlanagerð (og eftirlit)

Í Accounting2benefit getur þú skráð áætlanir um allt kerfið, þ.m.t. fjárhagslykla, deildir/útibú, hagnaðarmistöðvar, vörur og þjónustu, viðskiptamenn, birgja og verkefni.  

Í vaxandi mæli nota fyrirtæki áætlanir við stjórnun. Það getur skilað töluverðum ávinningi ef áætlanir eru skráðar í bókhaldskerfið og ávallt hægt að sjá samanburð við raunverulega niðurstöðu á sérhverjum lið.

Frjáls svæði (um allt kerfið)

Þú getur stofnað viðbótarsvæði sem eru valkvæm eða skyldusvæði. Þannig tryggir þú að nauðsynlegar upplýsingar sem þú hefur sérstaka þörf fyrir séu til staðar. Þú sparar kostnað við úrvinnslu gagna og bætir stjórnun.

Eftirlit með vöruskilum

Það er mikilvægt að fylgjast vel með vöruskilum og fá vísbendingar tímanlega um hugsanleg vandamál, svo sem galla, ef varan uppfyllir ekki væntingar eða annað.
Með upplýsingum um vöruskil og ástæður þeirra fást vísbendingar um vandamál og hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana.

Heimild fyrir kreditnótum

Þú getur skilgreint ástæður fyrir vöruskilum og gert kröfu um að upplýsingarnar séu skráðar í hvert sinn sem vörusala er bakfærð.

 

Smelltu hér til að sækja yfirlit yfir helstu ástæður til að nota Accounting2benefit bókhaldskerfinu