Hér er að finna ýmsa fróðleiksmola og dæmisögur sem snúa fyrst og fremst að því hvernig stjórnendur geta náð sem mestum ávinningi út úr upplýsingakerfum

Fróđleiksmolar og dćmisögur 

October 23, 2013
Hagstćđ lausn sem eykur árangur í nýsköpun

Í nýlegri rannsókn Info-Tech Research Group fékk Ideas2benefit (Qmarkets) hæstu einkunn hugbúnaðarlausna fyrir nýsköpun og Qmarkets valið sem leiðandi fyrirtæki á markaðnum. Mælikvarðarnir voru eiginleikar kerfanna, notendaviðmót, verð og tæknileg uppbygging.


Með sérhæfðum hugbúnaðarlausnum í nýsköpun ná fyrirtæki góðum árangri í hugmyndaöflun frá starfsmönnum og viðskiptavinum á skipulegan hátt. Hugmyndastjórnunarkerfi skapa miðlæga gátt til að senda inn hugmyndir og hafa samstarf um mótun þeirra. Hugmyndastjórnun nær utan um allt ferlið í hugmyndaöflun, þ.e. til að:

  • afla hugmynda
  • opna greiða leið til að fjalla um þær
  • koma með ábendingar
  • kjósa um þær til að velja þær bestu til að bæta árangur í nýsköpun

Hugmyndastjórnunarkerfi styðja við þetta ferli og auka árangur í nýsköpun. Þau nýtast jafnt í umbótastarfi sem og þróun á nýjum vörum og þjónustu. Info-Tech völdu tíu fremstu fyrirtækin til skoðunar. Qmarkets, framleiðandi að Ideas2benefit fékk hæstu einkunn. Í umsögninni segir að helstu kostir kerfisins séu "Öflugir eiginleikar og kerfiseining fyrir vinnufundi til að auðvelda söfnun hugmynda og samstarf". Þeir töldu að kerfið henti vel miðlungsstórum og stórum fyrirtækjum.