Hér er að finna ýmsa fróðleiksmola og dæmisögur sem snúa fyrst og fremst að því hvernig stjórnendur geta náð sem mestum ávinningi út úr upplýsingakerfum

Fróđleiksmolar og dćmisögur 

March 20, 2013
Viđskiptalíkan á mannamáli

Við bjóðum þér aðgang að vinnuskjali með leiðbeiningum fyrir gerð viðskiptalíkans sem auðveldar þér að sjá samhengið í rekstrinum og ná góðum árangri. Viðskiptalíkaninu má beita með því t.d. að raða upp Post-It miðum sem allir geta tekið þátt í að setja saman. Með viðskiptalíkaninu fá stjórnendur skýra innsýn í reksturinn og geta mótað stefnu sem skilar raunverulegum ávinningi fyrir fyrirtækið og viðskiptavinina.


Við bjóðum þér aðgang að vinnuskjali fyrir viðskiptalíkan sem þú getur notað til að fá heildarmynd af rekstrinum og sjá á auðveldan hátt hvernig ólíkir þættir í starfseminni vinna saman. Þú og allir starfsmenn geta komið með hugmyndir að áherslum í rekstrinum og dregið fram þá færni sem þarf til að ná árangri. Viðskiptalíkanið má síðan nota til að byggju upp viðskiptaáætlun. Við bjóðum aðstoð og ráðgjöf til að komast í gang og setja saman viðskiptaáætlun sem þú getur notað til afla stuðnings frá fjárfestum og samstarfsaðilum. Viðskiptalíkanið byggir á hugmyndafræði Alexander Osterwalder and Yves Pigneur og fæst greinargóð bók um Bóksölu stúdenta.