Hér er að finna ýmsa fróðleiksmola og dæmisögur sem snúa fyrst og fremst að því hvernig stjórnendur geta náð sem mestum ávinningi út úr upplýsingakerfum

Fróđleiksmolar og dćmisögur 

December 20, 2012
Accounting2benefit í hótelrekstri

65º Ubuntu, ferðaþjónustufyrirtæki á Snæfellsnesi hefur verið með

Accounting2benefit Enterprise í notkun frá því í mars 2011. Reynslan er mjög góð segir Johnny, en hann ásamt unnustu sinni reka 3 gistiheimili á nesinu.


Grundarfjörður Hostel, eða 65º Ubuntu, eins og fyrirtækið heitir, höfðu verið með Sage Pastel í notkun í um tvö ár með góðum árangri, en þurftu vegna aukningar í starfseminni að fá afgreiðslukerfi til viðbótar. Að undangenginni skoðun komust stjórnendur fyrirtækisins að því að það var ódýrara fyrir þá að kaupa Accounting2benefit Enterprise bókhaldskerfið sem innifelur alla kerfishluta án aukakostnaðar heldur en að kaupa einungis afgreiðslukerfi til viðbótar við eldra kerfi. Þau tóku kerfið í notkun í mars 2011, byrjuðu að nota kerfið samstundis og hefur það gengið eins og klukka allar götur síðan. Kerfið reyndist einstaklega auðvelt í notkun - þau einfaldlega settust niður og byrjuðu að nota kerfið og hafa unnið með það án nokkurra vandræða.