Hér er að finna ýmsa fróðleiksmola og dæmisögur sem snúa fyrst og fremst að því hvernig stjórnendur geta náð sem mestum ávinningi út úr upplýsingakerfum

Fróđleiksmolar og dćmisögur 

December 20, 2012
Innsýn í reksturinn

Stór hluti íslenskra fyrirtækja eyðir miklum kröftum og fjármunum í bókhald, en fá lítið út úr því annað en að uppfylla kröfur um skýrslugerð fyrir skattinn, sjóði og annað. Þetta finnst okkur sorgleg staðreynd!


Til að fá meira út úr bókhaldinu er mikilvægt að skipuleggja bókhaldið frá byrjun út frá þörfum stjórnenda. Það er einnig, að sjálfsögðu ljóst, að mikilvægt er að bókhaldskerfið búi yfir eiginleikum sem gera stjórnendum auðvelt að kalla fram þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda hverju sinni. Það er einnig ljóst að í bókhaldskerfinu þurfa að vera skýrslur sem gera stjórnendum auðvelt með að fá innsýn í reksturinn. 

 

Að sjálfsögðu þarf bókhaldskerfið og bókhaldið einnig að uppfylla kröfur stjórnvalda til að fyrirtækið geti gert skil á öllu sem því ber. Það þarf þó ekki að hafa áhrif á að kerfið uppfylli ofangreindar þarfir stjórnenda, heldur þarf bókhaldið og ferlar við vinnslu þess að vera skipulagt með þarfir allra þessara aðila í huga.