Hér er að finna ýmsa fróðleiksmola og dæmisögur sem snúa fyrst og fremst að því hvernig stjórnendur geta náð sem mestum ávinningi út úr upplýsingakerfum

Fróđleiksmolar og dćmisögur 

August 04, 2012
Ávinningur rafrćnna sölureikninga

Það eru margar ástæður fyrir því að þú ættir að útbúa sölureikninga í rafrænu bókhaldskerfi:

 

  • Fljótleg og fagleg reikningagerð

  • Betri þjónusta

  • Forðast tvíverknað

  • Spara kostnað

  • Fylgjast með árangrinum


 

Fljótleg og fagleg reikningagerð:

Um leið og þú gerir sölureikning fær kúnninn skjal sem veitir ekki einungis upplýsingar um það sem hann keypti, heldur hefur útlitið á reikningnum einnig áhrif á ímynd fyrirtækisins. Það er því gríðarlega mikilvægt að reikningurinn sé snyrtilegur og faglega fram settur.

 

Betri þjónusta:

Vissir þú, að ennþá gerir um þriðjungur allra fyrirtækja reikningana handvirkt, í ritvinnsluforriti eða töflureikni, þrátt fyrir að slíkar aðferðir eru ekki einungis seinlegar, heldur beinlínis varasamar vegna villuhættu? Það skiptir miklu máli að fljótlegt sé að ganga frá sölureikningum og að þeir séu réttir.

 

Forðast tvíverknað:

Ef reikningarnir eru gerðir handvirkt þarf að slá allar upplýsingarnar aftur í kerfið, það leiðir til tvíverknaðar og skapar auk þess villuhættu. Ef þú gerir reikningana í bókhaldskerfinu kemur þú ekki einungis í veg fyrir tvíverknað við sjálfa reikningagerðina, heldur verður bókhaldið allt sjálfvirkara og útskatturinn fer beint og milliliðalaust í VSK uppgjörið!

 

Spara kostnað:

Ef þú gerir reikningana í bókhaldskerfi sparar þú kostnað við bókhaldið þar sem allar færslur eru bókaðar um leið og reikningurinn er gerður. Ef þú treystir þér til og hefur lausan tíma getur þú kannski unnið meira í bókhaldskerfinu og jafnvel gengið sjáf(ur) frá VSK uppgjörinu.

 

Fylgjast með árangrinum:

Ef þú bókar reikningana handvirkt, sérðu ekki hversu mikið er búið að selja og hvernig reksturinn hefur gengið. Enda þótt margir stjórnendur telji sig hafa næma tilfinningu fyrir rekstrinum, næst enn meiri árangur ef þeir hafa jafnframt greitt aðgengi að upplýsingum úr bókhaldinu - sem liggja að hluta til fyrir um leið og reikningur er gerður, og jafnvel enn betur ef hluti af bókhaldinu kominn.