Hér er að finna ýmsa fróðleiksmola og dæmisögur sem snúa fyrst og fremst að því hvernig stjórnendur geta náð sem mestum ávinningi út úr upplýsingakerfum

Fróđleiksmolar og dćmisögur 

April 30, 2012
Innsýn í reksturinn - bók um bókhald sem skilar ávinningi

Náðu enn meiri árangri! Öðlastu góðan skilning á bókhaldinu og færni til að nýta þér upplýsingarnar til að bregðast skjótt við tækifærum og ógnunum í umhverfinu


Vegna aukinnar samkeppni og hraða í ákvarðanatöku verður sífellt erfiðara að reka nokkra starfsemi án þess að hafa ávallt góða innsýn í reksturinn. Jafnvel smáfyrirtæki, með 9 starfsmenn eða færri, hafa mikinn hag af tafarlausu aðgengi að upplýsingum úr bókhaldinu. Þannig eru þeir betur í stakk búnir til að grípa til ráðstafana í tæka tíð eða koma auga á leiðir til hagræðingar. Enda þótt margir stjórnendur telji sig hafa næma tilfinningu fyrir því hvernig reksturinn gengur, er sú hætta ætíð fyrir hendi að þeim geti yfirsést. Bestur árangur næst með því að hafa jafnframt greiðan aðgang að gagnlegum upplýsingum úr bókhaldinu.

 

Í bókinni Innsýn í reksturinn er fjallað um skipulag bókhaldsins með þarfir stjórnenda að leiðarljósi. Farið er yfir allt ferlið í bókhaldinu, frá uppruna fylgiskjala til nýtingar upplýsinga við stjórnun. Textinn miðast við þá sem ekki hafa mikla þekkingu á bókhaldi, en hafa áhuga á að öðlast betri skilning á samhengi hlutanna og átta sig á því hvaða áhrif viðskiptin hafa á afkomu starfseminnar og hvernig þau endurspeglast í rekstrar- og efnahagsreikningnum.