Það er mikill kostur að hafa aðgang að eiginleikum til að framkvæma það sem þú þarft að gera á hverjum tíma

Risavaxnir eiginleikar ţó verđiđ sé lágt 

Accounting2benefit býr yfir ótrúlega mikilum eiginleikum. Hér fyrir neðan er fjallað um nokkra þeirra.

 

Færslusaga fyrir lífstíð, Magnað birgðakerfi (vöruhús og dreifing, birgðaáætlanir og stjórnun, verðlistar og framlegð, raðnúmer, vörunúmer, ólíkar einingar, sjálfvirk uppfærsla söluverða, viðbótarkostnaður), MS SQL gagnagrunnur

 

Færslusaga fyrir lífstíð

Accounting2benefit geymir allar færslur fyrir lífstíð og kemur þannig í veg fyrir að þú þurfir að kalla fram eldri gagnagrunna ef þú þarft að rýna í gögn aftur í tímann.

 

Magnað birgðakerfi

Það er ekki nægjanlegt að geta einungis séð grunnupplýsingar um vörurnar í bókhaldskerfinu. Þú þarft ennfremur að hafa góða yfirsýn og upplýsingar um ýmsa þætti sem tengjast birgðahaldinu til að lágmarka birgðahaldskostnaðinn. Það skiptir gríðarlega miklu máli að geta haldið vel utanum birgðirnar. Með góðu birgðahaldi sparar þú kostnað og eykur jafnframt tekjur með bættu þjónustustigi. 

 

Mörg vöruhús og dreifing

Þú getur stjórnað söluferlinu frá pöntun í pökkunarseðil. Þar að auki getur þú aukið hagræði með því að úthluta vörusendingum á tiltekna gáma eða bíla til afhendingar. Þú getur unnið með mörg vöruhús og skilgreint vinnuferla í sérhverju þeirra, t.d. verslun og viðgerðarverkstæði.

 

Birgðaáætlanir og stjórnun

Þú getur skráð áætlanir fyrir hverja vöru, endurpöntunarmagn og látið kerfið gera pantanatillögur. Birgðakostnaður verður í lágmarki og þjónustustigið betra þar sem minni líkur eru á að varan sé ekki til á lager.

Verðlistar og framlegð

Þú getur stofnað marga verðlista fyrir hverja vöru, sett fram afsláttartöflu eftir vöruflokkum, ákveðið framlegð og fylgst með framvindunni. Síðan getur þú tengt verðlistana og afslætti við tiltekna viðskiptamenn.

Raðnúmer

Í Accounting2benefit (Enterprise) er hægt að halda utanum raðnúmer á einstaka vörum.

Vörunúmer

Í Accounting2benefit Business og Enterprise getur þú stofnað vörunúmer á kerfisbundinn hátt, eftir þínum eigin þörfum. Með þessu móti getur þú aðgreint vörur á auðveldan hátt, svo sem eftir stærðum, litum eða öðru, þannig að vörunúmerið verið auðskiljanlegt að lýsi eiginleikum vörunnar.

Ólíkar einingar

Þú getur haldið utanum og selt eða keypt inn sömu vöruna í ólíkum einingum, t.d. í stykkjatali eða pakkningu.

Sjálfvirk uppfærsla söluverða

Þú getur látið kerfið uppfæra verðlista sjálfvirkt á grundvelli nýjasta innkaupsverðs ef það hentar. Þú getur notað þennan eiginleika þar sem það á við, t.d. einungis fyrir tilteknar vörur sem eru seldar með lágri framlegð. Þannig getur þú komið í veg fyrir að varan verði seld með tapi vegna breytinga á gengi gjaldmiðla eða óvæntra verðbreytinga.

Viðbótarkostnaður

Þú getur bókað viðbótarkostnað á vörur, svo sem aðflutningsgjöld, sendingarkostnað og annað og skipt honum upp eftir þeirri aðferð sem hentar fyrir hverja vörutegund eða birgja (t.d. eftir þyngd, verði). Þannig verður framlegðin nákvæmari og þú færð betri innsýn í reksturinn.

MS SQL gagnagrunnur

Accounting2benefit keyrir á MS SQL 2008 R2 gagnagrunni.

 

Smelltu hér til að sækja yfirlit yfir helstu ástæður til að nota Accounting2benefit bókhaldskerfinu