Það er ekki gott ef bókhaldskerfið kemur í veg fyrir þá viðskiptahætti sem skila fyrirtækinu mestum ávinningi

Öflugt sölukerfi sem bığur uppá einstakan sveigjanleika 

Sölukerfið er einn af mikilvægustu hlutum bókhaldskerfisins. Ef það býður ekki uppá nægjanlega sveigjanleika er hætt við að þú getir ekki nýtt þér þá viðskiptahætti sem skila fyrirtækinu mestum ávinningi. Accounting2benefit bókhaldskerfin bjóða uppá eiginleika sem venjulega eru ekki til staðar nema í margfalt dýrari og flóknari kerfum.


Eitt notendavænt viðmót

Frá reikningaskjánum getur þú unnið marga þætti, og létt vinnuna við að vafra um kerfið og flytja þig til úr einni aðgerð í aðra án þess að fara nokkurn tíma út úr reikningnum. Notendur geta stofnað reikning, breytt sölupöntun í reikning, gert tilboð, útbúið skilareikning og/eða endurtekna reikninga, að því gefnu að þeir hafi notendaréttindi sem leyfa það.

 

Fríhendistilboð (kvik viðskipti)

Fríhendistilboðin veita starfsmönnum fullt frelsi til að gera tilboð fyrir sérhverja vöru og viðskiptamann og að breyta því í sölutilboð eða pöntun á staðnum, eða fyrir mörg tilboð eða pantanir samtímis byggt á forgangsbirgja, allt frá sömu skjámyndinni, ásamt því að geta breytt mögulegum vörum eða viðskiptamönnum í varanlega vöru/viðskiptamann. Þar að auki heldur kerfið utanum ráðlagða framlegð og kostnaðarverð er sótt beint í innkaupanótu, allt í einni aðgerð.

 

Verðlistar viðskiptamanna og framlegð

Í accounting2benefit er hægt að stofna ótakmarkaðan fjölda verðlista viðskiptamanna og tengja þá við viðskiptamenn á sekúndum ásamt heildartöflu yfir afslátt frá listaverði eftir vöru- og viðskiptamannaflokkum. Hægt að stofna verðlista á grundvelli álagningar á kostnaðarverð og láta kerfið uppfæra verð samstundis við móttöku eða framleiðslu á vörum.

 

Viðbótarsala

Í Accounting2benefit eru þróaðir eiginleikar fyrir viðbótarsölu. Kerfið býður uppá ótakmarkaðan fjölda af vörum og þjónustu sem hægt er að bæta við samstundis við reikningagerðina. Þessi eiginleiki flýtir fyrir því að nýir starfsmenn öðlist reynslu í að selja sérhæfðar hliðarvörur og veita faglega ráðgjöf án sérstakrar þjálfunar og auka þannig tekjur fyrirtækisins. Þar að auki er sérstakur hnappur í öllum söluskjölum sem  kallar fram allar viðbótarvörur sem henta sérhverjum viðskiptavin.


 

Afritun reikninga

Þú getur stofnað nýjan reikning á einstaklega fljótlegan hátt með því að afrita annan. Þetta sparar sérstaklega mikinn tíma fyrir flókna reikninga og gerir mögulegt að nýta vinnu sem hefur verið unnin áður fyrir annan eða sama viðskiptavin. Þá er ennfremur hægt að stofna nýtt vörusett á grundvelli reiknings og efla þannig vöruþróun á fljótlegan hátt.

 

Vörusett

Þú getur stofnað vörusett á staðnum, týnt til vörur, og boðið þær til sölu sem tilboðspakka.

 

Verðlistar

Þú getur hækkað verð fyrir einstaka vörur eða vöruflokka. Það er einnig hægt að ákveða álagningu sem uppfærir verðin sjálfvirkt við móttöku á nýjum vörum.

 

Framlegð

Þú boðið vildarkúnnum sérstök verð, en séð framlegðina af sölunni um leið og tilboð eða reikningur er gerður og þannig komið í veg fyrir að salan standi ekki undir sér.