Mikill fjöldi sérhæfðra eiginleika opna möguleika á þróun í rekstrinum og spara kostnað

Sérhćfđir eiginleikar án fyrirhafnar 

Góð verkefnastjórnun

Þú getur stofnað verk*, skipt kostnaði á þau með einföldum hætti, tengt þau við viðskiptamenn og nýtt verkefnastjórnun í Accounting2benefit (Enterprise) til að ná meiri árangri. 

 

*) Verk hafa það einkenni að ekki er um staðlaða vöru að ræða, heldur sértæka lausn sem útheimtir gott skipulag og eftirlit. Með góðri stjórnun sparar þú kostnað og eykur tekjur.

Áætlanagerð og áfangar

Þú getur gert áætlanir um verkefni, tímasett áfanga og annað sem þú vilt fylgjast með. 

Upplýsingar og viðhengi

Þú getur skráð ótakmarkaðan fjölda tengiliða á hvert verkefni, svo sem verkstjórnanda, fjárhagslega tengiliði, undirverktaka og fleiri aðila sem búa yfir mikilvægum upplýsingum. Þú getur tengt öll viðeigandi skjöl við verkið, verklýsingar, upplýsingar um og úrlausnir vandamála, samninga o.fl.

Fjölhæft framleiðslukerfi

Þú getur haldið utan framleiðslu í Accounting2benefit, stofnað framleiðsluvörur, skilgreint íhluti og kostnað og fylgst síðan með árangrinum. Þú getur einnig stofnað vörusett úr öðrum vörum í kerfinu og þannig, á einfaldan hátt, útbúið lausn sem hentar markaðnum.

Með góðu framleiðslukerfi er hægt að halda vel utanum hlutina og auka rekstrarhagræði.

Gjaldmiðlar

Þú getur stofnað viðskiptamenn, birgja, bankareikninga og jafnvel fjárhagsreikninga í erlendum gjaldmiðlum (Accounting2benefit Business og Enterprise). Þú getur uppfært gengið daglega og skilgreint vikmörk til að koma í veg fyrir innsláttarvillur.

Smáskilaboð (markaðssetning/innheimta)

Í Accounting2benefit getur þú sent innheimtutilkynningar, sjálfvirkt, í SMS skilaboðum. Þú getur einnig notað SMS skilboðin til að senda viðskiptavinum upplýsingar um nýja vöru eða þjónustu.

Afgreiðslukerfi

Í Accounting2benefit Enterprise hefur þú fjölhæft afgreiðslukerfi með kassauppgjöri og fjölda eiginleika sem bæta stjórnun og auka árangur.

 

Smelltu hér til að sækja yfirlit yfir helstu ástæður til að nota Accounting2benefit bókhaldskerfinu