Þú hefur ávallt púlsinn á rekstrinum. Það skilar sér í betur ígrunduðum ákvörðunum og betri rekstrarárangri

Ţú fćrđ innsýn í reksturinn á augabragđi 

Með fjölhæfri skýrslugerð færð þú betri innsýn í reksturinn, tekur vandaðri ákvarðanir, kemur í veg fyrir kostnað og kemur auga á tekjumöguleika.

 

Viðskiptagreind (Business Intelligence)

Með viðskiptagreind* getur þú nálgast greinargóðar upplýsingar og nýtt þær til að bæta reksturinn. Þú getur komið auga á ógnanir og áhættur í rekstrinum, brugðist tímanlega við eða komið auga á tækifæri sem hefði hugsanlega farið framhjá þér. 

Viðskiptagreind er til staðar í öllum útgáfum af Accounting2benefit. 

*) Hugtakið viðskiptagreind (e. Business Intelligence) fjallar um það þegar unnið er úr gögnum og settar fram upplýsingar á grundvelli þeirra sem gerir kleift að nýta þær til að bæta reksturinn.

Staðlaðar skýrslur

Með stöðluðum skýrslum getur þú fengið mikilvægar upplýsingar með því einu að smella á músarhnapp. Þú færð samstundis skýrslu byggða á rauntímagögnum.

Sérhæfðar skýrslur

Í Accounting2benefit getur þú á auðveldan hátt útbúið sérhæfða skýrslu með þeim upplýsingum sem þú óskar eftir og keyrt þær á augabragði hvenær sem þér hentar.

Kennitölur

Í Accounting2benefit hefur þú aðgang að fjölda kennitalna* sem þú getur kallað fram hvenær sem er. 

*) Kennitölur eru einfaldur mælikvarði sem gefa góða innsýn í hvernig reksturinn gengur. Meðal helstu kosta kennitalna er að þær eru auðskiljanlegar og nýtast vel til að fylgjast með þróun ýmsra stærða í rekstrinum. 

Skýrslur á öllum tímapunktum

Í Accounting2benefit bókhaldskerfunum ert þú ekki bundinn við að keyra skýrslur miðað við gildandi dagsetningu, heldur getur þú keyrt skýrslur á hvaða tímapunkti sem er aftur í tímann. Þannig hefur þú betri möguleika á að fylgjast með rekstrinum og átta þig á þróuninni.

Mælaborð stjórnandans

Þú hefur mælaborð stjórnandans ávallt fyrir framan þig og getur fyrirhafnarlaust nálgast upplýsingar um reksturinn og rýnt í einstaka niðurstöður ... allt frá sama skjánum.

 

Smelltu hér til að sækja yfirlit yfir helstu ástæður til að nota Accounting2benefit bókhaldskerfinu