Sérfræðingar okkar eru með fjölbreytta menntun og reynslu í viðskiptafræði og fjármálum

Starfsmenn 

Starfsmenn í fjármálaráðgjöf:

 

Gunnar Óskarsson, Ph.D., er með doktorspróf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og MBA frá IMD í Sviss. Gunnar hefur áratuga reynslu úr atvinnulífinu og fjármálastjórnun. Hann var forstöðumaður sjóðavörslu og aðstoðarforstjóri Fjárfestingarfélags Íslands til nokkurra ára, vann í fjármáladeild Landsvirkjunar, ráðgjafi hjá Hagvangi og hefur komið að stefnumótun, áætlanagerð og greiningu ársreikninga hjá fjölmörgum fyrirtækjum.

 

Snorri Jónsson er samstarfsaðili Ávinnings og sérfræðingur í verðmati fyrirtækja. Snorri er rekstrarhagfræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og einnig MACC í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla. Hann hefur unnið sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Hugur Ax, starfaði sem sérfræðingur í fjármálum hjá PWC þar sem hann vann m.a. við rekstraruppgjör hjá fjölda fyrirtækja. Snorri er einnig sérfræðingur hjá nefnd á vegum ríkisins sem hefur eftirlit með niðurfærslu skulda á vegum bankanna, en þar hefur hann m.a. yfirfarið verðmat fyrirtækja.

 

Steinunn Guðmundsdóttir er samstarfsaðili Ávinnings og sérfræðingur í skipulagi og vinnslu bókhalds fyrir lítil fyrirtæki. Steinunn er viðskiptafræðingur með MSc í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum  Íslands og hefur unnið við bókhald og uppgjör hjá fjölda fyrirtækja. Steinunn er með umtalsverða þekkingu á áætlanagerð, tilboðsgerð og útreikningi á uppgjöri vegna vísitölutengdra verksamninga.