Víðtæk þekking og reynsla skilar sér í betri ráðgjöf og þjónustu. Láttu á það reyna hvort við getum orðið að liði

Starfsmenn og samstarfsa­ilar 

Við gerum okkur grein fyrir að í nútíma umhverfi er útilokað að viðhalda þekkingu á öllum sviðum. Við ætlum ekki einu sinni að reyna það. Okkar styrkur liggur í góðri þekkingu og neti af öflugum samstarfsaðilum sem búa yfir þekkingu sem stuðlar að stöðugri framþróun og samkeppnishæfu verði.

 

Framkvæmdastjóri:

Gunnar Óskarsson, er framkvæmdastjóri og stofnandi að Ávinning. Hann er með doktorspróf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um áhrif upplýsingatækni á miðlun upplýsinga úr ytra umhverfi fjölþjóðafyrirtækja og hvaða þættir hafa áhrif á nýhugsun (innovativeness).

 

Gunnar hefur tekið þátt í þróun upplýsingakerfa, þ.m.t. bókhaldskerfa, veitt ráðgjöf við uppbyggingu bókhaldslykla, útfærslu á skýrslum og unnið við bókhald, allt frá því að skipuleggja flokkun fylgiskjala til uppgjörs. Hann hefur annast kennslu við Háskóla Íslands og fleiri háskóla, m.a. námskeið um lestur og greiningu ársreikninga og sjóðstreymi við Endurmenntun Háskóla Íslands og námskeið um verðmat fyrirtækja.

 

Gunnar er einnig með rekstrarhagfræði (MBA) frá IMD í Sviss og hefur sótt fjölda sérhæfra námskeiða bæði innanlands og erlendis.

 

Öflugt net sérhæfðra ráðgjafa:

Samstarfsaðilar sem eru sérhæfðir á sínu sviði og njóta aðgangs að hugmyndum í gegnum þúsundir viðskiptavina veita okkur ómetanlegan bakstuðning sem koma þér til góða. Þeir koma einnig beint að ráðgjöf og innleiðingu í stærri verkefnum.

 

Helstu samstarfsaðilar okkar eru:

Palladium software

Qmarkets

Íkon