Góð leiðsögn og kennsla í notkun hugbúnaðar getur flýtt fyrir innleiðingu og skilað miklum ávinningi

Kennsla og leiğsögn 

Reynslan hefur kennt okkur að sérsniðin fyrirtækjanámskeið skila notendum mestum ávinningi. Þá er unnið með notendum frá viðkomandi fyrirtæki:

  • Tekið mið af sérþörfum viðkomandi fyrirtækis
  • Tekið mið af reynslu og þekkingu hvers notanda
  • Unnið með raungögn fyrirtækisins
  • Þeir sem eru með góða þekkingu fyrir þurfa ekki að eyða tíma í það sem þeir kunna
  • Þeir sem styttra eru komnir fara ekki út án þess að læra það sem þeir þurfa
  • Auðveld eftirfylgni með árangri og hægt að grípa inní ef þörf er

Venjulega fer leiðsögnin fram í þremur hlutum sem taka um 2 klst. í hvert skipti. Með þessu móti er ekki þörf á að taka starfsmenn og stjórnendur úr starfi heilu dagana. Kennslan getur farið fram í fyrirtækinu sjálfu eða í sérstakri kennsluaðstöðu. Notendur hafa síðan aðgang að ráðgjafa varðandi frekari upplýsingar í allt að 6 vikur.

 

Verðið á fyrirtækjanámskeiði; 3 skipti auk eftirfylgni (4. skiptið) er kr. 90.000 + VSK.*

Grunnkennsla

Í grunnkennslu er farið yfir helstu þætti kerfisins á hraðferð eða farið í afmarkaða eiginleika kerfisins í samráði við kaupanda. Það er gert í 1 eða 2 lagi.

 

Verðið fyrir grunnnámskeið er:

 

2 klst. námskeið, kr. 28.500 + VSK.*

3 klst. námskeið, kr. 42.500 + VSK.*

 

*) fyrir allt að 3 þátttakendur.