Tíminn er takmörkuð auðlynd sem mikilvægt er að fara vel með. Það er mikill ávinningur að halda vel utanum unna tíma og fylgjast með arðseminni

Ađgengileg tímaskráning og verkefnastjórnun 

TímaGreind® er verkefnatengt tímaskráningarkerfi sem býður uppá möguleika að setja upp verkefni, verkefnaáætlanir og skrá tímana jafnóðum í samræmi við það. TímaGreind® sýnir á auðveldan hátt hversu mikill tími hefur farið í hvern verkþátt og hvort raunverulegur tími er meiri eða minni en verkáætlun gerir ráð fyrir.

 

TímaGreind® býður upp á mismunandi tækni til skráningar, PC tölvu, lófatölvu eða internetið, en auk þess að skrá tíma, er hægt að skrá skýringar á unnum tíma, efnisnotkun, akstur og annað. Auðvelt er að setja upp starfsmenn og vinnuhópa og úthluta þeim verkefni. TímaGreind® heldur utanum frídaga, helgidaga, fundi o.fl. og gefur á auðveldan hátt yfirlit yfir álag og þann tíma sem er til ráðstöfunar.

 

Reynsla fyrirtækja sem hafa tekið upp verkefnadrifin tímaskráningarkerfi hefur leitt í ljós að um 12% allra verkefna eru óarðbær og að á grundvelli nákvæmari upplýsinga hafa stjórnendur getað stöðvað verkefni eða gripið til aðgerða sem hafa snúið þróuninni við í yfir helmingi þeirra.  Þá er ekki síður mikilvægt að auðveld og aðgengileg skráning á skipulagi verkefna og unnum tíma ásamt möguleikum á að skrá skýringar leiðir til þess að unnir tímar skila sér mun betur í útseldri vinnu (5% aukning eða meira), bæta stjórnun og lækka verkefnakostnað um 2-5%.

  • Er verkefnið á tíma?
  • Er raunverulegur kostnaður í samræmi við áætlanir?
  • Hversu mikill kostnaður er af hverjum hluta verkefnisins?
  • Hversu mikill hluti af heildartímanum fer í hvern verkþátt?
  • Hvaða tegundir verkefna eru arðbærust?
  • Hvaða tegundir verkefna eru stöðugt með tapi?

TímaGreind® fylgja aðgengilegar leiðbeiningar á íslensku, en inni í kerfinu eru ennfremur fjölvar sem leiða notandann skref fyrir skref í gegnum notkun á kerfinu.

 

Smelltu hér til að sækja prufueintak af TímaGreind®

 

Smelltu hér til að skoða leiðarvísi um helstu aðgerðir í kerfinu

 

Smelltu hér til að skoða verðlista yfir TímaGreind®