Aðgengi að hugbúnaði sem uppfyllir þarfir fyrirtækja á mismunandi æviskeiðum stuðlar að viðvarandi samkeppnisyfirburðum

Hugb˙na­arlausnir sem stu­la a­ ßrangri 

Fræðimaðurinn og ráðgjafinn, Dr. Ichak Adizes leggur áherslu á að fyrirtæki þurfa að aðlaga uppbyggingu fyrirtækisins að æviskeiði þess á hverjum tíma. Hann leggur áherslu á samsetningu stjórnenda og að vissir eiginleikar þurfi að vera til staðar í fyrirtækinu til að það nái að þroskast á næsta æviskeið. Ef slík skilyrði eru ekki til staðar er hætt við að fyrirtækið staðni og deyji.

 

Það sama gildir um umgjörðina í rekstrinum og hugbúnaðinn sem fyrirtækið nýtir í rekstrinum.  Skortur á nauðsynlegum hugbúnaði eða verkfærum getur leitt til þess að þjónustan verði slök og fræmleiðni léleg. Þá er hætt við að þau verkefni sem vinna þarf taki langan tíma og verði unnin ófagmannlega. Við leggjum áherslu á úrval af hugbúnaði sem uppfyllir mismunandi þarfir fyrirtækisins á hverju æviskeiði.

 

Ennfremur er mikilvægt að í upphafi sé unnið með hugbúnað sem er einfaldur í notkun og stjórnendur eiga auðvelt með að nýta sér.

 

Við leggjum áherslu á að lausnirnar okkar vinni saman án þess þó að kostnaðurinn fari úr böndum. eins og oft vill verða ef sjáflvirknin er of mikil. Sveigjanleikinn byggir á stöðluðum einingum sem þú getur raðað saman eftir þörfum. Uppfærslur á kerfunum ganga því snurðulaust fyrir sig án þess að þú þurfir leggja út í kostnað við uppfæra sérlausnir sem einungis voru þróaðar fyrir þig.


Auk þess að uppfylla kröfur stjórnenda bjóðum við kerfi fyrir endurskoðendur og bókara sem gerir þeim kleift að vinna með gögn úr Sage Pastel bókhaldskerfunum og útbúa ársskýrslu með lágmarksfyrirhöfn. 
 

Vandaðu valið og sjáðu til þess að þú hafir þau tól sem skila ávinningi í rekstrinum.

 

Smelltu hér til að kanna á hvaða æviskeiði þitt fyrirtæki er.