Góður skilningur á vöruþróunarferlinu er mikilvæg undirstaða að árangri í nýsköpun

Framendinn er undirstađan 

Vöruþróunarferlið hefst á hinum svokallað framenda nýsköpunar. Hugmyndir um nýjar lausnir og vinnuaðferðir eru grundvallaðar á upplýsingum um nyjar þarfir og tækni. Rothwell (1992) setti fram nokkrar kynslóðir líkana sem gefa yfirsýn yfir vöruþróunarferli iðnfyrirtækja. Þriðja kynslóðin, sem hann kallar tengilíkan (coupling model) er sérstaklega athyglisvert, en samkvæmt því er vörþróunarferlinu skipt í röð óháðra áfanga. Líkanið sýnir ennfremur hvernig vöruþróunarferilð tengist ytra umhverfinu (margbrotið net upplýsinga og áhrif frá samfélaginu og tækni) (Gunnar Óskarsson 2011).

 

 

Ef vinnan í framendanum er ekki nógu markviss er hætt við að öll orkan sem fer í síðari stig vöruþróunarinnar sé illa nýtt. Þannig má líta á, að ef fyrirtækinu tekst ekki nógu vel að finna og sía út bestu hugmyndirnar geti samkeppnisaðilarnir nýtt sér þær og náð forystu á markaðnum. Ennfremur sýnir líkanið að mikilvægt er að halda góðum tengslum við ytra umhverfið, jafnvel eftir að vöruþróunarferlið er hafið, þar sem það kann að vera þörf á að breyta áherslum ef þarfir samfélagsins og markaðarins breytast, eða ef ný tækni eða framleiðsluaðferðir koma fram. Að öðrum kosti er hætta á að fyrirtækið sitji uppi með vöru sem er orðin úrelt þegar hún er loksins tilbúin til markaðssetningar.

 
Heimildir

Óskarsson, G. (2011). Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes: The impact of managerial IT skills and supportive capabilities on the innovativeness of multinational companies. Ph.D. Doctoral, University of Iceland.

 

Rothwell, R. (1992). "Successful industrial innovation: critical factors for the 1990s." R&D Management 22(3): 221-240.