Það eru margar leiðir til að finna hugmyndir að nýjum vörum og þjónustu. Nýttu tæknina til að ná árangri fljótt og örugglega

Greindu bestu v÷rurnar ß markvissan hßtt 

Flest fyrirtæki nýta starfsmenn og viðskiptamenn til að afla hugmynda fyrir vöruþróun - fundir, rýnihópar, hugmyndakassar, kannanir o.fl.

 

Internetið og web 2.0 tæknibyltingin hafa opnað nýja og áhugaverða leið til bæta hugmyndastjórnun í vöruþróun, svo sem með því að opna gátt fyrir fleiri og stærri hópa (t.d. starfsmenn - viðskiptamenn- samstarfsaðilar - almenningur).

 

Ideas2benefit hugmyndastjórnunarkerfið er kjörin lausn til að safna hugmyndum að nýjum vörum frá starfsmönnum og/eða viðskiptamönnum.

 

Auðveld og hagkvæm leið til að rækta umtalsverða þekkingu frá þínum áheyrendum og sérhannað tæki til að safna og sía úr hugmyndir.

 

Það er ekki nægjanlegt að útbúa langan lista af hugmyndum. Þess vegna bjóðum við nýstárlegan hugbúnað fyrir hugmyndastjórnun sem gerir þér kleift að uppgötva bestu hugmyndirnar - þær sem eru líklegastar til að skila mestum árangri.

 

Hvers vegna hugmynastjórnun?

Hugmyndastjórnun er ný stjórnunaraðferð sem gerir þér kleift að ná meiri árangri í framenda nýsköpunar. Ideas2benefit gerir þér kleift að ryðja úr vegi öllum hindrununum og vinna á opinn, en skipulegan hátt að því að nýta bestu hugmyndir að nýjum vörum og þjónustu eða til að auka hagræðingu í rekstri.

  • Náðu á auðveldan hátt til sem flestra - Hvort sem þú ert með 50 eða 100,000 starfsmenn, staðsetta á sama stað eða vítt og breitt um heiminn, getur þú náð til þeirra á auðveldan hátt - og náð árangri.
  • Eigðu samskipti við notendur - Þú þarft réttu tækin til að gera þeim kleift að miðla hugmyndum og gefa þér endurgjöf, og veita þeim hvata til að vera virkir þátttakendur.
  • Stjórnaðu ferlinu - Því stærri sem hópurinn er, þeim mun erfiðara er að stjórna því án þess að hafa aðgang að réttum lausnum. Ideas2benefit gerir þér kleift að innleiða þína ferla og vinna á árangursríkan hátt úr hundruðum eða þúsundum góðra hugmynda.
  • Snjöll leið fyrir mat og endurgjöf - Lausnin okkar gerir notendum þínum (starfsmenn/viðskiptamenn) kleift að gefa einkunn fyrir hugmyndir á fjölbreyttan hátt, og veita þér möguleika á ítarlegum leiðum til að meta þær - þar til þú stendur upp með einungis bestu hugmyndirnar.

Kynntu þér málið nánar með því að skoða kynningum um hugmyndastjórnun.

Hverjir geta tekið þátt?

Þú getur náð til fjölmargra aðila til að vinna við hugmyndir og stjórna aðgerðum í vöruþróunarferlinu.  

  • Starfsmenn - Þessi hefðbundna leið. Þeir þekkja markaðinn, notkunarmöguleikana og þeim langar að vera þátttakendur. Þú getur opnað aðgang fyrir alla starfsmenn, eða takmarkað hann við ákveðna deild eða samfélag.
  • Neytendur/viðskitpamenn - Sífellt fleiri gera sér grein fyrir að það geti verið gagnlegt að opna aðgang fyrir viðskiptavini.
  • Sérfræðingar/ráðgjafar - Þú getur náð sérstaklega til ytri sérfræðinga, ráðgjafa, starfsmannahópa með sömu tækninni.

Og að sjálfsögðu - getur þú valið áheyreyndur fyrir sérhverja hugmyndaherferð.

 

Þú getur safnað hugmyndum að nýjum vörum frá starfsmönnum, um leið og þú biður viðskiptavinina að hjálpa þér við að finnal leiðir til að bæta þjónustuna, og boðið starfsmönnum vöruþróunar til þátttöku í annarri herferð þar sem áherslu er lögð á að þróa nýja tækni. Þú ræður algjörlega ferðinni ... og átt auðvelt með að ná árangri !

Hvernig virkar þetta?

Ferlið við að innleiða kerfi fyrir hugmyndastjórnun byggir á nýrri hugsun og sérhæfðri lausn fyrir þína starfsemi. Við getum aðstoðað þig eða unnið með ráðgjafanum þínum.

 

Á grundvelli margra ára reynslu og þekkingar á þessu sviði hjálpum við þér að leysa málið.